top of page

Surtsey

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi á árunum 1963-1967 og er lengsta samfellda eldgos Íslandssögunnar. Eyjan var friðlýst árið 1965 meðan eldvirkni var enn í gangi. Árið 2006 var friðlandið stækkað og nær í dag yfir alla eldstöðina Surtsey, ofan sjávar og neðan, rúmlega 65 ferkílómetra.

Í júlí 2008 var Surtsey samþykkt á heimsminjaskrá sameinuðu þjóðanna vegna verndunar og mikilvægi vísindarannsókna á landnámi plantna, dýra og sjávarlífvera á nýju landi.

Allar frekari upplýsingar: www.surtsey.is

bottom of page