top of page

Tónleikar - Svanhildur Jakobs og Ómar Ragnars

  • Writer: Viktor Rittmüller
    Viktor Rittmüller
  • May 20, 2021
  • 1 min read

Upptakturinn að komandi Goslokahátíð verður í Eldheimum, fimmtudagskvöldið 1. júlí n.k. Þá munu Svanhildur Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson syngja og skemmta af kunnri snilld. Svanhildur söng mörg af lögum Oddgeirs Kristjánssonar á einni bestu hljómplötu sem gefin hefur verið út á Íslandi; „14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson.“


Ómar Ragnarsson er fjöllistamaður; söngvari, texta og lagasmiður, uppistandari með fleiru. Ómar hefur verið í sviðsljósinu í meir en sex áratugi og er enn að.


Hljómsveitina skipa valinkunnir menn; Ásgeir Óskarsson trommari, Haraldur Þorsteinsson bassisti og Magnús R. Einarsson gítarleikari.


Miðasala og borðapantanir í Eldheimum - Sími 488-2700



 
 
 

コメント


© 2025 ELDHEIMAR

Afgreiðslutímar frá 1.apríl til 10.maí 2025:

Opið alla daga frá 13:00 til 16:30

Afgreiðslutímar 11.maí til 14.sept 2025:
Opið alla daga frá 11:00 til 17:00

Opnað er á öðrum tímum fyrir hópa samkvæmt samkomulagi við safnstjóra

bottom of page