top of page

Ljósmyndasýning Kristins H.

  • Writer: Viktor Rittmüller
    Viktor Rittmüller
  • Jun 28, 2022
  • 1 min read

Á Goslokahátíðinni 2021 færðu aðstandendur Kristins H. Benediktssonar Eldheimum til varðveislu ljósmyndir, sem hann tók 1973 í Heimaeyjargosinu. Kristinn var í Eyjum meira og minna allt gosið, hann var fæddur 1948 og lést 2012.


Það er mjög verðmætt að fá þessar myndir og ekki eftir neinu að bíða með að koma þeim fyrir almannasjónir. Kristinn hafði einstakt auga fyrir myndefni og það sem einkennir gosmyndir hans er hvernig honum tekst að kalla fram listræna fegurð í myndum sem sýna eyðileggingu gossins.


Völdum myndum verða smám samna komið inn á www.eldheimar.is. Á goslokahátíðinni í ár verða líka til sýnis og sölu nokkrar myndanna frá hinum ólíkustu sjónarhornum.


Sýningin opnar 30.júní kl. 17:30 og verður opnin fram eftir hausti.


ree

Comments


© 2025 ELDHEIMAR

Afgreiðslutímar

11.maí 2025 til 20.september 2025:

Opið alla daga frá 11:00 til 17:00

Afgreiðslutímar

21.september 2025 til 20.apríl 2026:
Opið alla daga frá 13:00 til 16:30

Opnað er á öðrum tímum fyrir hópa samkvæmt samkomulagi við safnstjóra

bottom of page