top of page
Search

60 ára afmæli Surtseyjar 14. nóvember í Eldheimum


Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær minnast 60 ára afmæli Surtseyjar með viðburði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Eldheimum í Vestmannaeyjum.


Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, munu ávarpa gesti og opna viðburðinn.


Í kjölfarið flytur Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á svið náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stutt ávarp um verndargildi Surtseyjar.


Borgþór Magnússon, vistfræðingur og fyrrum leiðangursstjóri í Surtsey, segir okkur sögur af árlegum ferðum í Surtsey.


Ljósmyndasýning Golla hjá Iceland Review af náttúrunni í Surtsey og vísindamönnum að störfum í eynni verður opnuð formlega.


Nýútkomið ritverk listakonunar Þorgerðar Ólafsdóttur um Surtsey Essyja verður til sölu. Í bókinni fléttar Þorgerður saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um sögu Surtseyjar í 60 ár.

Streymt verður frá sýningu Ríkissjónvarpsins á þætti Landans en þau fóru með í árlegan vísindaleiðangur í Surtsey í sumar.


Boðið verður uppá léttar veitingar.


Allir velkomnir.

83 views
bottom of page