top of page
Search

50 ár frá upphafi Heimaeyjargos

Í dag 23. janúar er þess minnst að 50 ár eru frá upphafi eldsumbrotanna í Vestmannaeyjum. Eldheimar hafa fengið til varðveislu stórmerkilega kvikmynd sem Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum gossins. Þá var hann var í doktorsnámi í jarðfræði í Oxford. Daginn eftir að gosið hófst bauð forðstöðumaður jarðfræðideildarinnar skólans honum að fara til Eyja til að taka myndir og sýni í þágu vísindanna.


Meðfylgjandi er samantekt úr myndinni sem hann tók í þessari ferð. Magnús R. Einarsson samdi tónlistina.


Ingvar Birgir vann nánast alla sína tíð sem forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þar sem mörg hundruð vísindamenn frá þróunarlöndum hafa í marga áratugi þjálfast í notkun jarðhita til uppbyggingar í sínu heimalandi.



477 views
bottom of page