Umhverfisstofnun og Eldheimar bjóða gestum og gangandi á opna kynningu um Surtsey.
Viðburðurinn fer fram á milli kl. 14 og 15:30 föstudaginn 1. nóvember í Surtseyjarstofu í Eldheimum.
Dagskrá:
- Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, opnar viðburðinn.
- Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á sviði náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, fjallar um hlutverk stofnunarinnar í Surtsey.
- Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fjallar um vægi þess að svæðið sé á heimsminjaskrá UNESCO.
- Vísindamennirnir Borgþór Magnússon, náttúru- og plöntuvistfræðingur, og Bjarni Diðrik Sigurðsson, líf- og vistkerfafræðingur, flytja erindi um rannsóknir í Surtsey. Báðir hafa þeir tekið þátt í rannsóknarstarfi í Surtsey um áratugaskeið.
Eftir að erindum líkur verður opnað fyrir spurningar og spjall.
Sýndar verða ljósmyndir sem teknar voru síðasta sumar í árlegum vísindaleiðangri í eyna. Einnig verður sýnd heimildarmynd sem var gerð af frönskum blaðamanni sem var með í för.
Í boði verða léttar veitingar og tónlistaratriði
Viðburðurinn er hluti af árlegri safnahelgi í Vestmannaeyjum sem fer fram að þessu sinni dagana 1. - 3. nóvember 2024.
Comments