top of page
Search

Þögnin rofin - Tónleikar


Fyrstu tónleikar ársins í Vestmannaeyjum verða laugardaginn 6.mars n.k. í Eldheimum.

Vísnatónlist, þjóðlög, íslensk, sænsk og ensk verða á dagskránni. Ástsæl og vinsæl ljóð og vísur eftir Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Cornelis Vreesvijk, Megas, Jón Múla og Jónas Árnasyni og fleiri verða sungin og leikin.


Tónleikarnir hefjast klukkan 20 stundvíslega. Í ljósi aðstæðna er takmarkað framboð miða á boðstólum og þess vegna er fólk beðið að panta borð og miða fyrirfram í síma 4882700.


Miðaverð: 3000kr.


Flytjendur

Helga Jónsdóttir Árnór Hermannsson Eggert Jóhannsson Magnús R. Einarsson


Helga og Arnór eru Vestmannaeyingum að góðu kunn í gegnum tíðina fyrir söng og hljóðfæraleik. Eggert Jóhannsson er helsti túlkandi sænskrar vísnahefðar á Íslandi og hefur meðal annars leikið á frægum vísnahátíðum í Svíþjóð. Magnús R. Einarsson gítarleikari verður þeim trausts og halds á tónleikunum, en hann hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum landsins í gegnum tíðina.

118 views

Comments


bottom of page